Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 8 . mál.


Nd.

449. Breytingartillögur



við frv. til l. um efnahagsaðgerðir.

Frá forsætisráðherra.



1.     Síðasti málsl. 3. gr. orðist svo: Þegar sérstaklega stendur á er sjóðnum heimilt að kaupa hlutdeildarskírteini hjá hlutafjársjóði Byggðastofnunar og leysa til sín húseignir og búnað fyrirtækja sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra.
2.     Í stað lokamálsl. 6. gr. komi nýr málsliður svohljóðandi: Ríkissjóður ábyrgist skuldbindingar Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina og greiðir þær ef eignir og tekjur hans hrökkva ekki til.
3.     Við 8. gr. Greinin orðist svo:
.      Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina og hlutafjársjóður Byggðastofnunar skulu undanþegnir öllum opinberum gjöldum og sköttum hverju nafni sem nefnast, þar með töldum lántökuskatti. Öll skjöl viðvíkjandi lánum, sem Atvinnutryggingarsjóður veitir eða tekur, skulu undanþegin stimpilgjaldi. Öll skjöl vegna útgáfu hlutdeildarskírteina og skuldaskjala vegna lána sem hlutabréfasjóður Byggðastofnunar kann að veita eða taka skulu undanþegin lántöku- og stimpilgjöldum.
4.     Við 9. gr. Greinin orðist svo:
.      Við Byggðastofnun skal starfa hlutafjársjóður. Hann skal afla fjár með sölu hlutdeildarskírteina og skal ríkissjóður tryggja verðbætt nafnvirði þeirra án vaxta fyrir allt að 600 millj. kr. Til sjóðsins skal einnig renna sérstaklega framlag ríkissjóðs, ef Alþingi ákveður svo, annars vegar til reksturs sjóðsins og hins vegar til kaupa á hlutabréfum.
.      Hlutafjársjóður Byggðastofnunar skal hafa sjálfstæðan fjárhag og lúta stjórn þriggja manna sem skipaðir eru af forsætisráðherra.
5.     Lokamálsliður 10. gr. falli brott.