Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 8 . mál.


Nd.

458. Framhaldsnefndarálit



um frv. um efnahagsaðgerðir.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Eftir afgreiðslu frumvarpsins við 2. umr. hefur nefndin komið saman á ný til að ræða breytingartillögur forsætisráðherra sem birtar eru á þskj. 449. Nefndin kallaði á sinn fund til viðræðna um breytingartillögurnar eftirtalda menn: Kristínu Sigurðardóttur frá Kaupþingi hf., Svavar Ármannsson, aðstoðarforstjóra Fiskveiðasjóðs, Leif Kr. Jóhannesson, forstöðumann Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Gísla Benediktsson, forstöðumann rekstrarsviðs Iðnlánasjóðs, og Benedikt Davíðsson, formann stjórnar Sambands almennra lífeyrissjóða.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að breytingartillögurnar á þskj. 449 verði samþykktar óbreyttar.
    Auður Eiríksdóttir, þingmaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju, sat seinni fund nefndarinnar um málið.

Alþingi, 8. febr. 1989.



Árni Gunnarsson,

Jón Kristjánsson.

Sigríður Hjartar.


varaform., frsm.



Ragnar Arnalds.






Prentað upp.