Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 8 . mál.


Ed.

530. Breytingartillögur



við frv. til l. um efnahagsaðgerðir.

Frá Halldóri Blöndal, Eyjólfi Konráð Jónssyni og Birnu K. Lárusdóttur.



1.     3. mgr. 1. gr. orðist svo:
.      Lán skv. 1. mgr. þessarar greinar skal undanþegið stimpilgjaldi og endurgreiðist úr ríkissjóði.
2.     Við 8. gr. Upphaf greinarinnar orðist svo:
.      Byggðastofnun, Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina og hlutafjársjóður Byggðastofnunar skulu undanþegin opinberum gjöldum, sköttum o.s.frv.
3.     Við 9. gr. Greinin orðist svo:
.      Við Byggðastofnun skal starfa hlutafjársjóður sem lýtur stjórn hennar. Hann skal afla fjár með sölu hlutdeildarskírteina og skal ríkissjóður tryggja verðbætt nafnvirði þeirra án vaxta fyrir allt að 600 millj. kr. Til sjóðsins skal einnig renna sérstaklega framlag ríkissjóðs, ef Alþingi ákveður svo, annars vegar til reksturs sjóðsins og hins vegar til kaupa á hlutabréfum.
.      Hlutafjársjóður Byggðastofnunar skal hafa sjálfstæðan fjárhag.