Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 450 . mál.


Ed.

1059. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (JE, SkA, EG, GJH).



     Við 2. gr. Í stað „15 daga“ í 4. málsl. 3. efnismgr. komi: 30 daga.
     Á eftir 5. gr. komi ný grein er orðist svo:
                   Í stað 1. málsl. 1. mgr. 106. gr. laganna komi þrír nýir málsliðir er orðist svo: Telji framtalsskyldur aðili ekki fram til skatts innan tilskilins frests má skattstjóri bæta allt að 25% álagi við þá skattstofna sem hann áætlar. Þó skal skattstjóri taka tillit til að hve miklu leyti innheimta gjalda hefur farið fram í staðgreiðslu. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um þetta atriði.
     6. gr. orðist svo:
                   Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
         
    
     Við álagningu gjalda á árinu 1991 vegna tekna á árinu 1990 má fyrning samkvæmt ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 44. gr. nema allt að 50% af þeirri fjárhæð sem færð er til tekna samkvæmt ákvæðum 53. gr.
         
    
     Við sölu til ríkissjóðs á fullvirðisrétti í sauðfjárframleiðslu á tímabilinu 1. maí 1991 til 31. ágúst 1992 skal skattaðila, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 14. gr., heimilt að telja sem söluhagnað 20% söluverðs í stað söluhagnaðar skv. 2. mgr. sömu greinar.
                        Skattaðilar skv. 1. mgr., sem hafa leigt fullvirðisrétt sinn Framleiðnisjóði landbúnaðarins eða orðið að sæta niðurskurði á sauðfé samkvæmt opinberum fyrirmælum, skulu undanþegnir skilyrði 3. málsl. 4. mgr. 14. gr. um aðalstarf.