Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 72 . mál.


793. Breytingartillaga



við frv. til barnalaga.

Frá Inga Birni Albertssyni.



    Við 34. gr. 4. mgr. orðist svo:
    Gefa skal barni kost á að tjá sig um forsjármál nema telja megi að slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit máls. Dómstóll eða dómsmálaráðuneyti getur falið sérfróðum manni eða mönnum að kynna sér viðhorf barnsins og gefa um það skýrslu.