Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 436 . mál.


1013. Frumvarp til laga



um breytingu á höfundalögum, nr. 73 29. maí 1972, sbr. lög nr. 78 30. maí 1984.

(Eftir 2. umr., 18. maí.)



    Samhljóða þskj. 694 með þessari breytingu:

    8. gr. hljóðar svo:
    24. gr. laganna orðast svo:
     Heimil er sala, lán, leiga og önnur dreifing til almennings á eintökum bókmenntaverks eða tónverks sem út hefur verið gefið. Útleiga og lán á eintökum tónverka er þó óheimil án samþykkis rétthafa.
     Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar taka einnig til kvikmyndaverka, þar á meðal myndbanda, en útleiga og lán þeirra til almennings er þó óheimil án samþykkis rétthafa. Sama gildir um útleigu tölvuforrita.