Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 642 – 43. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 18. des.)



1. gr.


    1. mgr. 24. gr. laganna orðast svo:
    Slysatryggðir samkvæmt þessum kafla eru:
     a.      Launþegar sem starfa hér á landi að undanskildum erlendum ríkisborgurum sem gegna embætti fyrir erlend ríki og erlendu starfsliði slíkra embættismanna. Starf um borð í ís lensku skipi eða íslensku loftfari, eða skipi eða loftfari sem gert er út eða rekið af ís lenskum aðilum, jafngildir starfi hér á landi samkvæmt þessum lið, enda séu laun greidd hér á landi.
     b.      Nemendur við iðnnám samkvæmt iðnfræðslulögum.
     c.      Útgerðarmenn sem sjálfir eru skipverjar.
     d.      Þeir sem vinna að björgun manna úr lífsháska eða vörnum gegn yfirvofandi meiri háttar tjóni á verðmætum.
     e.      Íþróttafólk sem tekur þátt í íþróttaiðkunum, hvort heldur er æfingum, sýningum eða keppni og orðið er 16 ára. Með reglugerðarákvæði má ákveða nánar gildissvið þessa ákvæðis.
     f.      Sjúklingar sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum sem starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og heilsutjónið eða örorkan er vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfar á þessum stofnunum.


2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.