Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 496  —  240. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Póst- og fjarskiptastofnun.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (ÁJ, HGJ, ArnbS, HjÁ, GHall).



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Fyrri málsliður 1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Að veita rekstrarleyfi fyrir almenna fjarskiptaþjónustu og -net og setja skilyrði um almennar heimildir til að veita fjarskiptaþjónustu, hvort tveggja sundurliðað eftir þjónustu, í samræmi við lög um fjarskipti.
                  b.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar er heimilt að fela öðrum hæfum aðilum að framkvæma einstaka þætti skoðunar sem framkvæmd er með heimild í lögum þessum.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „lögum um póstþjónustu“ í fyrri málslið 4. mgr. komi: eða.
                  b.      Í stað orðanna „framkvæmd þessara aðgerða“ í síðari málslið 4. mgr. komi: þessar aðgerðir.
     3.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „framkvæmd eftirlits“ í 2. mgr. komi: eftirlit.
                  b.      Í stað orðsins „Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar“ í 4. mgr. komi: Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
     4.      Við 10. gr. Í stað orðsins orðsins „nefndinni“ í 2. mgr. komi: henni.
     5.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „maí“ og „september“ í 9. mgr. komi: júní, og: október.
                  b.      Í stað orðanna „gagnvart tilteknum aðilum“ í 13. mgr. komi: fyrir tiltekna aðila.
     6.      Við 14. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Jafnframt falla úr gildi lög um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 147 27. desember 1996.











Prentað upp á ný.