Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 236. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 909  —  236. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 2. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Rannsóknir umferðarslysa samkvæmt lögum þessum skulu miða að því að leiða í ljós orsakir umferðarslyss til að koma í veg fyrir að sams konar umferðarslys verði aftur og draga úr afleiðingum sambærilegra slysa og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni.
     2.      Við 8. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Rannsóknarstjóri skal hafa óhindraðan aðgang að vettvangi umferðarslyss. Rannsóknarnefnd umferðarslysa skal hafa aðgang að vettvangi umferðarslyss í samráði við lögreglu, fari þar fram lögreglurannsókn.
     3.      Við 10. gr.
       a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Er þessum aðilum skylt að láta nefndinni slíkar upplýsingar í té.
       b.      Á eftir 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Heimild 1. mgr. nær til persónugreinanlegra upplýsinga, þar með talið viðkvæmra persónuupplýsinga á borð við sjúkra- og krufningarskýrslur, auk annarra upplýsinga sem nefndin telur nauðsynlegar í þágu rannsóknar máls.
                 Meðferð og vinnsla nefndarinnar á persónuupplýsingum skal vera í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000.
     4.      Við 11. gr. Í stað orðanna „starfslið hennar“ í 1. mgr. komi: forstöðumaður, starfslið.
     5.      Við 12. gr.
          a.      2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Í skýrslunni skal gerð grein fyrir orsökum eða sennilegum orsökum auk þess sem þar skulu gerðar tillögur um þær varúðarráðstafanir sem gera má til þess að afstýra frekari slysum af sömu eða líkum orsökum eða draga úr afleiðingum þeirra.
          b.      Í stað orðanna „tilmæla í öryggisátt sem fram koma“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: tilmælanna ef kostur er.
          c.      Í stað orðsins „þremur“ í síðari málslið 3. mgr. komi: sex.
     6.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
             Skýrslum rannsóknarnefndar umferðarslysa um rannsókn einstakra slysa skal ekki beitt sem sönnunargögnum í opinberum málum.
     7.      Við 17. gr. Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2005“ komi: 1. september 2005.