Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 422. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 763  —  422. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um náms- og starfsráðgjafa.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin lagði frumvarpið fram og var því vísað aftur til hennar eftir 1. umræðu. Umsagnir bárust frá Félagi náms- og starfsráðgjafa, Guðrúnu H. Sederholm, formanni fagdeildar fræðslu- og skólafélagsráðgjafa hjá Félagsráðgjafafélagi Íslands, náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands og námsnefnd í MA-námi í náms- og starfsráðgjöf við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
    Á fundi sínum ræddi nefndin fjölmörg atriði með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu í umsögnum. Telur nefndin að með frumvarpinu sé komið eins langt til móts við kröfur umsagnaraðila og eðlilegt er og leggur því ekki til breytingar á frumvarpinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir og Jón Magnússon voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. mars 2009.



Einar Már Sigurðarson,


form., frsm.


Þuríður Backman.


Höskuldur Þórhallsson.



Björk Guðjónsdóttir.


Ragnheiður Ríkharðsdóttir.


Ragnheiður E. Árnadóttir.