Ferill 495. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1513  —  495. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
     2.      Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuðborgarsvæðinu?
     6.      Hver hefur verið kostnaður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostnaður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?


    Eftirfarandi er tafla með samantekt ráðuneytisins á þeim nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum sem skipaðar hafa verið af ráðherra frá upphafi kjörtímabilsins, þ.e. frá 23. maí 2013 til 29. febrúar 2016. Að kostnaðarupplýsingunum frátöldum er samantektin unnin upp úr svokölluðum Nefndabrunni ráðuneytisins.
    Ráðherra hefur skipað samtals 63 nefndir, starfshópa eða verkefnisstjórnir á framangreindu tímabili, þar af eru 29 að frumkvæði ráðherra og 34 lögbundnar.
    Ráðherra hefur skipað samtals 500 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir. Af þeim eru 265 konur (53%) og 235 karlar (47%). Varamenn eru ekki meðtaldir.
    Í töflunni má sjá að samtals hafa 11 af 63 hópum lokið störfum eða 17,5% í lok febrúar 2016, en hluti nefndanna sinnir viðvarandi lögbundnum verkefnum.
    Ekki er haldið sérstaklega utan um upplýsingar um búsetu skipaðra einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.
    Reynt var eftir fremsta megni að draga fram tilfallandi kostnað við vinnuhópa og nefndir ráðherra, en hann reiknast vera samanlagður 436,6 millj. kr. frá upphafi kjörtímabilsins til loka febrúar á þessu ári. Ekki er tiltekinn fastur kostnaður vegna vinnu starfsmanna ráðuneytisins og ekki heldur kostnaður sem undirstofnanir ráðuneytisins greiða.
Heiti nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar
Skipun
(dags.)
Lokið störfum
(1=já)
Tilefni Meginviðfangsefni Skipun samkvæmt lögum
(1=já)
Skipun að frumkvæði ráðherra
(1=já)
Kk. Kvk. Kostnaður nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna,
samtals kr.
Úrskurðarnefnd velferðarmála 24.2.2016 Með lögum um úrskurðarnefnd velferðarmála nr. 85/2015 voru eftirtaldar sex úrskurðar- og kærunefndir sameinaðar; kærunefnd barnaverndarmála, kærunefnd greiðsluaðlögunarmála, úrskurðarnefnd almannatrygginga, úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála og úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála. Úrskurðarnefndin skal starfa í fjórum þriggja manna deildum og ákveður formaður hvernig nefndin er skipuð í hverju máli. Formaður eða nefndarmaður sem skipaður er í fullt starf stýrir störfum nefndarinnar við umfjöllun máls. Um hlutverk nefndarinnar og starfshætti er að öðru leyti vísað til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála, nr. 85/2015. 1 5 7 14.696.017
Starfshópur um orlofsmál fatlaðs fólks 8.2.2016 Markmiðið með skipun hópsins er að sjá til þess að orlofsmál fatlaðs fólks verði með þeim hætti sem best er til þess fallinn að draga úr eða koma í veg fyrir áhættu á ofbeldi. Verkefni hópsins er að kanna möguleika á að setja umgjörð eða sérstakar reglur um þá þjónustu sem veitt er fötluðu fólki í dag og einnig að skoða hvernig þessari þjónustu ætti að haga til framtíðar. 1 2 4
Nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 19.1.2016 Helstu verkefni nefndarinnar eru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra og öryggi og velferð barna í daggæslu. 1 3 3
Starfshópur um umönnunargreiðslur 7.1.2015 Starfshópnum er ætlað að fara yfir lög nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna (foreldragreiðslur), og 4. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, þar sem kveðið er á um umönnunargreiðslur til framfærenda fatlaðra og langveikra barna. Markmið endurskoðunarinnar er að meta reynslu af framkvæmdinni og þörf á breytingum á framangreindum lögum, ásamt þeim reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Í starfi sínu skal hópurinn m.a. líta til fyrri vinnu á þessu sviði. 1 3 3
Stýrihópur um aðgerðir gegn ofbeldi 10.6.2015 Félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu 18. desember sl. samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Ráðherrarnir eru einhuga um að vinna saman gegn ofbeldi í íslensku samfélagi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Samkomulag er um það milli ráðherranna þriggja að samstarfið verði leitt af velferðarráðuneyti. 1 3 3
Samráðshópur vegna móttöku flóttafólks 25.8.2015 Skv. 12. gr. viðmiðunarreglna flóttamannanefndar, dags. 10. maí 2013, um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks, skipar ráðherra samráðshóp vegna stuðnings og aðlögunar við flóttafólk í hvert sinn sem gerður er samningur við nýtt sveitarfélag, sbr. 11. gr. Verkefni samráðshópsins er að tryggja sem best samræmi og samhæfingu vegna móttöku og aðstoðar við flóttafólkið og greitt flæði upplýsinga til flóttamannanefndarinnar og ráðuneytisins. 1 3 2
Starfshópur sem falið er að semja drög að nýrri framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 18.6.2015 Gildandi framkvæmdaáætlun var samþykkt á Alþingi sem þingsályktun sumarið 2012 til tveggja ára. Áætlunin var síðan framlengd til ársloka 2015. Gildandi framkvæmdaáætlun var unnin með vísan til bráðabirgðaákvæðis nr. XIII. í lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992. 1 2 3
Samvinnuhópur um sérstaka öryggisvistun á Íslandi 22.6.2015 Hlutverk hópsins er að tryggja að þjónusta og skipulag samstarfs ríkis og sveitarfélaga við einstaklinga sem þurfa á öryggisvistun að halda sé í samræmi við lög, alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og alþjóðleg viðurkennd gæðaviðmið. 1 4 3
Nefnd til að semja nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd 12.6.2015 Skv. 3. mgr. 5. gr. barnaverndarlaga. 1 2 2
Starfshópur um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála 5.12.2014 Sérstaklega verður hugað að því hvernig unnt sé að tryggja að markmiðum laganna um fæðingar- og foreldraorlof um að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína verði sem best náð á sama tíma og foreldrunum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 1 3 5
Nefnd um stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar 25.9.2014 Stjórnsýsla ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar verði endurskoðuð með það að markmiði að styrkja undirstöður heildstæðrar velferðarþjónustu ríkis og sveitarfélaga og draga skýrt fram skilin milli stjórnsýslu og þjónustu. Fara yfir fyrirliggjandi gögn, benda á nauðsynlegar lagabreytingar og leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva. Í ráðuneytinu stendur yfir vinna við endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks og er mikilvægt að framangreind endurskoðun stjórnsýslunnar haldist í hendur við það verkefni. 1 3 4
Starfshópur um sameiningu þjónustustöðva Tryggingastofnunar ríkisins, Vinnumálastofnunar og umboðsmanns skuldara 2.9.2014 Starfshópur um sameiningu þjónustustöðva Tryggingastofnunar ríkisins, Vinnumálastofnunar og umboðsmanns skuldara ásamt samþættingu einstakra þjónustuþátta stofnananna til að ná fram rekstrarlegri hagræðingu. Enn fremur verður skoðuð hagræðing af því að Vinnueftirlit ríkisins samnýti skrifstofuhald á landsbyggðinni með framangreindum stofnunum. Markmið starfshópsins er að skilgreina mögulega samþættingu einstakra þjónustuþátta Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar og umboðsmanns skuldara í sameiginlegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að koma fram með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag sameiginlegra þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar ríkisins og Vinnueftirlits ríkisins á landsbyggðinni sem og staðsetningu þeirra. 1 4 3
Sérfræðingahópur sem falið er að semja frumvarp til laga um húsnæðisbætur 27.8.2014 Á grundvelli þeirra tillagna sem þegar hafa verið settar fram af verkefnisstjórn og samvinnuhópi um framtíðarskipan húsnæðismála og sérfræðingahópi um breytingar á umhverfi vaxtabóta og húsaleigubóta til að sameina í eitt húsnæðisbótakerfi. 1 1 2
Sérfræðingateymi um þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir 14.8.2014 Hlutverk teymisins er að leggja mat á hvort barn með miklar þroska- og geðraskanir þurfi að flytjast að heiman í sérsniðið úrræði og hins vegar veita sveitarfélögunum ráðgjöf og leiðbeiningar um þjónustu og annan stuðning svo að koma megi í veg fyrir að barn flytjist að heiman. 1 1 2 1.041.600
Nefnd um endurskoðun framlaga til starfsendurhæfingarsjóða 26.6.2014 Skipuð í samræmi við ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 60/2012, um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða skv. 5.–7. gr. laganna. Í samræmi við framangreint ákvæði til bráðabirgða sitja fulltrúar stjórnvalda, lífeyrissjóða og aðila vinnumarkaðarins í nefndinni þar sem farið er yfir fjárþörf starfsendurhæfingarsjóða og þá hvort ástæða sé til að breyta því framlagi sem lögin kveða á um. 1 5 4
Velferðarvakt 18.6.2014 Velferðarvaktinni er ætlað að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Velferðarvaktin skal huga að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og afla upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo að draga megi úr henni. Velferðarvaktin er ráðgefandi fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra sem og stjórnvöld. 1 16 21 16.014.509
Nefnd um málefni hinsegin fólks 14.4.2014 Þingsályktun um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks var samþykkt á Alþingi 15. janúar sl. og var félags- og húsnæðismálaráðherra falið að skipa nefndina með þátttöku hagsmunaaðila, sérfræðinga og stjórnmálaflokka. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögur að samþættri aðgerðaáætlun um bætta stöðu hinsegin fólks í samfélaginu. 1 6 10
Starfshópur um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga 17.2.2014 Samkvæmt bráðabirgðaákvæði XII í lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, skal endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks samhliða endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga fyrir árslok 2014. Þá er einnig unnið að fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í samvinnu við ráðuneytið. 1 4 9
Stjórn lánatryggingasjóðs kvenna (Svanni) 9.3.2014 Stjórnin hefur það hlutverk að móta lánareglur lánatryggingasjóðs kvenna í samráði við stofnaðila hans. Hlutverk sjóðsins er að styðja konur til nýsköpunar og þátttöku í atvinnulífinu með því að veita ábyrgðir á lánum samkvæmt samþykktum og lánareglum sjóðsins ásamt því að tryggja að ráðgjöf og handleiðsla verði tengd veitingu ábyrgða úr sjóðnum. 1 1 2 Greitt af Vinnumálastofnun
Starfshópur um endurskoðun bifreiðamála hreyfihamlaðra 27.1.2014 Starfshópurinn sem hér er skipaður skal fara yfir og semja tillögur að æskilegum breytingum á gildandi lögum og reglugerðum í þessum málaflokki. Gert er ráð fyrir því að starfshópurinn leiti til Þroskahjálpar í tengslum við umfjöllun um málefni fatlaðra barna. Einnig er talið æskilegt að hópurinn líti til þess hvernig þessum málum er fyrirkomið í dag annars staðar á Norðurlöndum við mótun nýrra reglna og að áfram verði unnið að þeim þáttum sem fyrri vinnuhópur hefur bent á að þarfnist endurskoðunar við. 1 4 4
Samráðshópur um mótun stefnu í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu 10.1.2014 Stefnunni er ætlað að skýra framtíðarsýn og markmið íslenskra stjórnvalda er varðar nýsköpun og tækni í félagsþjónustu. Í framhaldi af gerð stefnunnar verði unnin áætlun um framkvæmd stefnunnar til ársins 2020. Í framhaldi verður skipuð sérstök verkefnisstjórn sem ætlað er að smíða verkáætlun um þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar til þess að ná fram þeirri framtíðarsýn og markmiðum sem stefnan vísar til. 1 4 4
Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga 6.11.2013 Félags- og húsnæðismálaráðherra skipar nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga, þ.e. heildarendurskoðun laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Verkefni nefndarinnar er í megindráttum tvíþætt. Annars vegar skal nefndin fjalla um starfsgetumat sem komi í stað gildandi örorkumats og sveigjanleg starfslok, hins vegar um fjárhæð lífeyrisgreiðslna til aldraðra og öryrkja þar sem byggt verði að miklu leyti á þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í tengslum við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. 1 11 9
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna 20.12.2014 Verkefni aðgerðahópsins eru samkvæmt erindisbréfi ráðherra m.a. að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, stýra tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals, gera tillögu að framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að brjóta upp kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði og loks að annast upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti kynjanna til stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja. 1 4 5 956.918
Vinnumarkaðsráð Norðurlands eystra 29.1.2016 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 2 5 Greitt af Vinnumálastofnun
Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra 23.11.2015 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 4 6
Vinnumarkaðsráð Suðurlands 23.11.2015 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 3 4 Greitt af Vinnumálastofnun
Eftirlitsnefnd með framkvæmd laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES 11.11.2015 Skv. 2. gr. laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993, skipar ráðherra þriggja manna nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Alþýðusamband Íslands tilnefnir einn fulltrúa, Samtök atvinnulífsins annan fulltrúa og þriðji fulltrúinn er skipaður án tilnefningar. 1 1 2
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins 19.10.2015 Skv. 1. mgr. 76. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1998. 1 4 5
Matsnefnd skv. 2. gr. laga um úrskurðarnefnd velferðarmála 12.10.2015 1 Skv. 2. gr. laga um úrskurðarnefnd velferðarmála, nr. 85/2015, skal ráðherra skipa þrjá menn í matsnefnd sem meta skal hæfni umsækjenda um embætti nefndarmanna í úrskurðarnefnd velferðarmála. Tveir matsnefndarmanna skulu tilnefndir af Hæstarétti og skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar. Matsnefndin skal láta ráðherra í té skriflega rökstudda umsögn um umsækjendur. 1 2 1 1.841.014
Vinnumarkaðsráð Suðurnesja 1.10.2015 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 4 3 Greitt af Vinnumálastofnun
Vinnumarkaðsráð Vestfjarða 22.9.2015 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 4 3
Vinnumarkaðsráð Vesturlands 17.9.2015 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 4 3 Greitt af Vinnumálastofnun
Vinnumarkaðsráð höfuðborgarsvæðisins 22.9.2015 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 4 3 Greitt af Vinnumálastofnun
Vinnumarkaðsráð Austurlands 17.9.2015 Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. 1 4 3
Samráðsnefnd gjaldskyldra aðila samkvæmt lögum um gjaldtöku vegna umboðsmanns skuldara 1.9.2015 Skv. 3. gr. laga nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, skal ráðherra skipa fjögurra manna samráðsnefnd gjaldskyldra aðila samkvæmt tilnefningum til þriggja ára í senn. Hlutverk samráðsnefndarinnar er að fjalla um skýrslu umboðsmanns skuldara skv. 2. gr. og skila áliti um skýrsluna til umboðsmanns skuldara. 1 2 2
Prófnefnd leigumiðlunar 18.3.2015 Samkvæmt reglugerð um leigumiðlun nr. 675/1994 skipar velferðarráðherra prófnefnd leigumiðlunar sem hefur yfirumsjón með prófum er staðfestir að þeir er gengist hafa undir prófið uppfylli skilyrði fyrir veitingu leyfis til leigumiðlunar, að þeir hafi góða þekkingu á húsaleigulögum, lögum um húsaleigubætur, lögum um fjöleignarhús, kunnáttu í bókhaldi ásamt hagnýtum atriðum sem reynt getur á við leigu húsnæðis, svo sem gerð umboða, þinglýsingu og um skuldbindingargildi samninga. 1 1 2 Fær greitt frá Endurmenntunarstofnun HÍ
Ráðgjafarnefnd Varasjóðs húsnæðismála 13.11.2014 Skv. 43. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Meginhlutverk ráðgjafarnefndarinnar skv. 44. gr. laganna er að.veita rekstrarframlög til sveitarfélaga vegna hallareksturs félagslegra leiguíbúða eða íbúða sem hafa staðið auðar í lengri tíma,.að veita framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði,.að hafa umsýslu með varasjóði viðbótarlána,.að hafa umsýslu með Tryggingarsjóði vegna byggingargalla og.að veita ráðgjöf og leiðbeiningar þeim sveitarfélögum sem vilja breyta um rekstrarform félagslegra leiguíbúða eða hagræða í rekstri þeirra og að sjá um upplýsingavinnslu og úttekt á árangri af verkefnum sjóðsins. 1 3 2 Íbúðalánasjóður annast greiðslur
Stjórn Vinnumálastofnunar 29.8.2014 Skv. 5. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006. 1 5 5 Greitt af Vinnumálastofnun
Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglugerða um húsaleigubætur 26.8.2014 Skv. 10. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118/2003 skipar félags- og húsnæðismálaráðherra samráðsnefnd, sem skal fylgjast með framkvæmd laga og reglugerðar um húsaleigubætur, til fjögurra ára í senn. 1 1 2
Stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga 25.8.2014 Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. 1 2 2 Greitt af Vinnumálastofnun
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 21.8.2014 Skipuð samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. 1 5 4 Greitt af Vinnumálastofnun
Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála 23.8.2014 Til nefndarinnar var unnt að kæra ákvarðanir sem teknar voru á grundvelli laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010, og á grundvelli laga um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota, nr. 103/2010. Úrskurðarnefnd velferðarmála tók við verkefnum nefndarinnar 1. janúar 2016 samkvæmt lögum nr. 85/2015. 1 1 2 35.789.929
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra 25.6.2014 Starfar á grundvelli 4. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999. 1 3 2
Kærunefnd jafnréttismála 30.4.2014 Skv..5. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, skipar ráðherra samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar þrjá fulltrúa í kærunefnd jafnréttismála til þriggja ára í senn. Þeir skulu allir vera lögfræðingar og a.m.k. einn þeirra hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Formaður og varaformaður skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. 1 1 2 5.788.401
Félagsdómur 1.11.2013 Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938. Í dómnum eiga sæti fimm menn sem skipaðir eru til þriggja ára þannig: Einn af Samtökum atvinnulífsins, annar af Alþýðusambandi Íslands, þriðji af félags- og húsnæðismálaráðherra, úr hópi þriggja manna sem Hæstiréttur tilnefnir, og tveir af Hæstarétti og sé annar þeirra sérstaklega tilnefndur til þess að vera forseti dómsins. 1 3 2 34.995.415
Stjórn Íbúðalánasjóðs 24.9.2013 Eftir hverjar alþingiskosningar skipar ráðherra.stjórn Íbúðalánasjóðs til fjögurra ára í senn skv. 7. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.. Stjórnina skipa fimm menn og jafnmargir til vara. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna, en stjórn sjóðsins skiptir að öðru leyti með sér verkum. 1 3 2 Íbúðalánasjóður annast greiðslur
Samráðsnefnd um stórslysavarnir í iðnaði 1.9.2013 Skv. 3. mgr. 51. gr. a. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, skal velferðarráðherra skipa sérstaka samráðsnefnd um stórslysavarnir í iðnaði sem skipuð skal fulltrúum samkvæmt tilnefningum frá Almannavörnum ríkisins, Brunamálastofnun, Umhverfisstofnun og Vinnueftirliti ríkisins. Fulltrúi Vinnueftirlits ríkisins veitir samráðsnefndinni formennsku og sér um að kalla nefndina saman. 1 2 2
Jafnréttisráð 21.8.2013 Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín. 1 5 6 6.235.833
Kærunefnd húsamála 1.7.2013 Kærunefnd húsamála var sett á laggirnar með lögum nr. 66/2010,.um breytingu á húsaleigulögum, lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, lögum um fjöleignarhús, lögum um húsnæðismál og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Hlutverk kærunefndar húsamála er skilgreint í lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, húsaleigulögum, nr. 36/1994, og lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, nr. 75/2008. 1 2 1 14.447.818
Úrskurðarnefnd almannatrygginga 1.7.2013 Úrskurðarnefnd almannatrygginga starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007. Nefndin var stærsta einstaka úrskurðarnefnd ráðuneytisins og sinntu starfsmenn nefndarinnar einnig öðrum úrskurðarnefndum. 1 2 1 195.782.646
Stjórn Tryggingastofnunar ríkisins 5.7.2013 Skipuð á grundvelli laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. 1 2 3 Greitt af Tryggingastofnun
Innflytjendaráð 4.7.2013 Samkvæmt lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012. 1 2 4 1.965.405
Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk 1.1.2016 Skipað skv. 14. gr. laga nr. 88/2011, um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. 1 3 4 1.939.419
Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð 1.1.2015 Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að móta ramma um fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. 1 3 4
Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála 1.7.2013 1 Til nefndarinnar var hægt að kæra stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992. Úrskurðarnefnd velferðarmála tók við verkefnum nefndarinnar 1. janúar 2016 samkvæmt lögum nr. 85/2015. 1 2 1 14.486.946
Kærunefnd barnaverndarmála 1.6.2014 1 Unnt var að skjóta tilteknum ákvörðunum barnaverndarnefnda, Barnaverndarstofu, heimilis eða stofnunar til kærunefndarinnar. Úrskurðarnefnd velferðarmála tók við verkefnum nefndarinnar 1. janúar 2016 samkvæmt lögum nr. 85/2015. 1 1 2 6.125.746
Verkefnisstjórn um endurmat á þjónustu við fatlað fólk 22.5.2014 1 Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að sjá um framkvæmd endurmatsins, sbr. 11. gr. samkomulags ríkis og sveitarfélaga, dags. 23. nóvember 2010, undir yfirumsjón samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks. 1 5 3
Verkefnisstjórn til undirbúnings sameiningar þjónustustofnana fyrir fatlaða einstaklinga 11.9.2013 1 Hlutverk verkefnisstjórnar er að stýra undirbúningi sameiningar þriggja þjónustustofnana sem heyra undir velferðarráðuneytið og sinna þjónustu við fötluð börn og fullorðna og fjölskyldur þeirra. 1 3 4 6.549.798
Nefnd um mótun tillögu að vinnumarkaðsstefnu og skipulagi vinnumarkaðsmála hér á landi 5.9.2014 1 Nefndin hafi að leiðarljósi að stuðla að velferð þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði sem og að tryggja virka þátttöku sem flestra á vinnumarkaði í því skyni að auka samkeppnishæfni Íslands, m.a. með hliðsjón af tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þannig verði m.a. könnuð þörf fyrir sértækar vinnumarkaðsaðgerðir til að skapa störf í samræmi við menntun og skoðaðir möguleikar á aðgerðum til að laða sérhæft vinnuafl til starfa á innlendum vinnumarkaði. 1 10 10
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti ríkissáttasemjara 8.5.2015 1 1 1 2
Verkefnisstjórn um mótun fjölskyldustefnu 16.9.2013 1 Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að láta semja fjölskyldustefnu til ársins 2020. Ákvörðunin byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fjölskylduvænt samfélag þar sem allir þjóðfélagsþegnar búa við jöfn tækifæri og öryggi og njóta lögvarinna réttinda. Samhliða stefnunni verður lögð fram aðgerðaáætlun. 1 3 6
Samráðshópur um mótun fjölskyldustefnu 12.11.2013 1 Hlutverk samráðshópsins er að semja fjölskyldustefnu til ársins 2020. Ákvörðunin byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fjölskylduvænt samfélag þar sem allir þjóðfélagsþegnar búa við jöfn tækifæri og öryggi og njóta lögvarinna réttinda. Samhliða stefnunni verður lögð fram aðgerðaáætlun 1 15 17
Samvinnuhópur um framtíðarskipan húsnæðismála 23.10.2013 1 Hlutverk hópsins er að starfa náið með verkefnisstjórn að mótun framtíðarskipulags húsnæðismála. Kannað verður hvaða fyrirkomulag á fjármögnun almennra húsnæðislána á Íslandi sé hagkvæmast og hvernig slíku fyrirkomulagi verði komið á. Jafnframt verður skoðað hvernig unnt er að tryggja virkan leigumarkað hér á landi sem og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Í því sambandi verður kannað með hvaða hætti stjórnvöld geti sinnt afmörkuðu hlutverki sem felst í veitingu þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamarkaði. 1 16 17
Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála 9.9.2013 1 Verkefnisstjórnin er skipuð í samræmi við 4. tölul. þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi (9. mál á þskj. 9) sem samþykkt var á Alþingi 28. júní sl. Með samþykki þingsályktunarinnar fól Alþingi ríkisstjórninni að fylgja eftir sérstakri aðgerðaáætlun í tíu liðum til þess að taka á skuldavanda heimila á Íslandi og til að tryggja stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði til framtíðar. Skv. 4. lið aðgerðaáætlunar skal skipa verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. 1 3 4 92.635.193
35 29 240 272 451.292.607