Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1230  —  238. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls).

(Eftir 2. umræðu, 11. júní.)


1. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns enda hafi barn ekki verið getið með gjafasæði skv. 4. mgr. 6. gr.

2. gr.

    Á eftir orðunum „faðir barns skv. 2. gr.“ í 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: eða maður sem telur sig föður barns.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.