Ferill 649. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1740  —  649. mál.
Brottfall.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um úrskurðarnefndir á sviði neytendamála.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, AIJ, AKÁ, BÁ, GuðmT, JSV, SÞÁ, ÞórP).


     1.      Orðin „ágreinings við seljendur og setja í því skyni umgjörð um lausn“ í 1. gr. falli brott.
     2.      Í stað orðanna „10. gr.“ í 8. tölul. 4. gr. komi: 12. gr.
     3.      Í stað orðanna „Eftirlitsstofnunar EFTA“ í 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. komi: fastanefndar EFTA.
     4.      Við 13. gr.
                  a.      2. mgr. falli brott.
                  b.      Við bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Samningar um að ágreiningur skuli lagður í gerð eða annan sérstakan vettvang koma ekki í veg fyrir að viðurkenndir úrskurðaraðilar eða kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taki kvörtun neytenda til meðferðar.
                      Nú óskar neytandi eftir að kvörtun verði tekin til meðferðar hjá viðurkenndum úrskurðaraðila eða kærunefnd vöru- og þjónustukaupa og málsmeðferð er þegar hafin hjá gerðardómi eða á öðrum sérstökum vettvangi og skal málsmeðferð þá frestað þar til niðurstaða viðurkennds úrskurðaraðila eða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa liggur fyrir.
     5.      2. mgr. 14. gr. orðist svo:
                  Frávísun skal rökstudd og send aðilum máls eigi síðar en þremur vikum frá móttöku kvörtunar eða móttöku upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að ákveða hvort vísa megi máli frá.
     6.      Fyrirsögn IV. kafla verði: Málsmeðferð viðurkenndra úrskurðaraðila og kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.
     7.      4. mgr. 18. gr. orðist svo:
                      Seljandi getur óskað eftir endurupptöku úrskurðar skv. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga og frestar það réttaráhrifum úrskurðar. Að liðnum fresti skv. 3. mgr. verður mál ekki endurupptekið að ósk seljanda. Nú er nýr úrskurður kveðinn upp í málinu og reiknast þá nýr frestur skv. 3. mgr.
     8.      Fyrirsögn 19. gr. orðist svo: Birting upplýsinga.
     9.      Á eftir 20. gr. komi ný grein, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

Þagnarskylda.

                      Nefndarmenn og starfsmenn viðurkenndra úrskurðaraðila og kærunefndar vöru- og þjónustukaupa eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara vegna lögmætra almanna- og einkahagsmuna. Sama gildir um sjálfstæða sérfræðinga þegar þeir starfa á vegum úrskurðaraðila eða kærunefndarinnar og starfsmenn tengiliðar rafræna vettvangsins. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum eða verksamningi ljúki.
     10.      22. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020. Þó öðlast ákvæði III. kafla og 1. mgr. 20. gr. þegar gildi.
     11.      Við 23. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lög um samningsbundna gerðardóma nr. 53/1989: Við 2. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gerðarsamningur um ágreining sem síðar kann að koma upp í neytendasamningi bindur ekki neytanda.
     12.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.