Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 714  —  381. mál.
Töluliður.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs vegna uppsafnaðs vanda Íbúðalánasjóðs.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, ÞorstV, BN, BHar, ÓGunn, JFF).


     1.      Við 2. mgr. 1. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kveðið skal á um áhættustefnu sjóðsins til að stuðla að þessu markmiði í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 6. gr.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „er heimilt að“ í 1. málsl. komi: skal.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Stjórnarmenn í verkefnisstjórn skv. 1. mgr. skulu skipaðir til þriggja ára í senn að hámarki. Þeir skulu uppfylla hæfisskilyrði stjórnarmanna lífeyrissjóða, sbr. 31. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, eftir því sem við getur átt. Þá skal a.m.k. einn stjórnarmanna hafa sérþekkingu á ríkisfjármálum.
     3.      Við 5. mgr. 3. gr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í skýrslunni skal m.a. fjallað um áhættu- og eignastýringarstefnu sjóðsins og hvernig til hafi tekist um ávöxtun eigna hans. Skýrsluna skal ræða í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „af því tagi“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: í tengslum við verk.
                  b.      Í stað „1. mgr.“ í 3. mgr. komi: 2. mgr.
     5.      Í stað orðanna „kostnaður sem hlýst af því“ í 5. gr. komi: sem nemur kostnaði við.
     6.      6. gr. orðist svo:
                      Ráðherra skal setja reglugerð þar sem m.a. er kveðið á um áhættuvilja og áhættustýringu ÍL-sjóðs, hvernig eignastýringu sjóðsins og eftirliti skuli háttað og um hlutverk verkefnisstjórnar. Í reglugerð skal jafnframt kveðið á um hvernig opinberri upplýsingagjöf til verðbréfamarkaðar skuli háttað og um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja.
     7.      Við ákvæði til bráðabirgða bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal skipa verkefnisstjórn í fyrsta sinn fyrir 1. apríl 2020.
                      Skýrsla ráðherra til Alþingis fyrir árið 2021, sbr. 5. mgr. 3. gr., skal innihalda umfjöllun um þá vinnu sem farið hefur fram um endurskoðun laganna.
     8.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs.