Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 395  —  13. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um viðskiptaleyndarmál.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (BHar, ÓBK JSV, BN, OH, ÓGunn, SDG, WÞÞ).


     1.      Við 4. gr.
                  a.      A-liður 2. mgr. orðist svo: óheimilum aðgangi að skjölum, hlutum, efni eða rafrænum skrám sem handhafi viðskiptaleyndarmálsins ræður löglega yfir og sem fela í sér viðskiptaleyndarmál eða hægt er að draga ályktanir um viðskiptaleyndarmál af, eða óheimilli töku eða afritun þeirra gagna eða.
                  b.      Í stað orðanna „Einnig telst ólögmætt“ í 4. mgr. komi: Ólögmætt telst.
                  c.      Í stað orðanna „Einnig telst ólögmæt notkun viðskiptarleyndarmáls“ í 5. mgr. komi: Ólögmætt telst.
     2.      Í stað orðsins „afhendingin“ í b-lið 5. gr. komi: miðlunin.
     3.      1. mgr. 7. gr. orðist svo:
                  Þeir sem koma að málum um ólögmæta öflun, notkun eða afhjúpun viðskiptaleyndarmáls eða hafa aðgang að skjölum mála eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt þessari grein og ákvæðum annarra laga eftir því sem við á.
     4.      Í stað orðanna „og, ef við á“ í b- og c-lið 8. gr. komi: eða.
     5.      Orðin „ef við á“ í 1. mgr. 14. gr. falli brott.
     6.      Við 3. mgr. 15. gr. bætist: samkvæmt þessari grein.
     7.      Orðið „þessara“ í 3. mgr. 16. gr. falli brott.
     8.      2. málsl. 5. mgr. 17. gr. orðist svo: Fésektir má gera jafnt einstaklingi sem lögaðila í samræmi við II. kafla A almennra hegningarlaga.
     9.      Í stað orðanna „19. desember 2019 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101, bls. 85–102“ í 18. gr. komi: 2. júlí 2020 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 44, bls. 92. Tilskipunin var birt 19. desember 2019 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101, bls. 85–102.