Ferill 747. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1280  —  747. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga (sóttvarnahús og för yfir landamæri).

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Í stað 1. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (1. gr.)
                      13. tölul. 3. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Sóttvarnahús: Staður á vegum hins opinbera þar sem einstaklingur getur verið í sóttkví eða einangrun.
                  b.      (2. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
                      a.      Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Dvelji í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi á vegum stjórnvalda.
                      b.      Á eftir orðinu „einangrun“ í 4. mgr. kemur: dvöl í sóttvarnahúsi.
     2.      2. gr. falli brott.
     3.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997 (sóttvarnahús).