Ferill 855. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2050  —  855. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni um samskipti vegna greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.


     1.      Var bréf sem starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins sendi forseta Alþingis hinn 20. apríl 2022 vegna fyrirhugaðrar birtingar á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. sent með vitund og vilja ráðherra?
    Nei.

     2.      Er ráðherra sammála efni bréfsins?
    Félagið Lindarhvoll ehf. var stofnað í samræmi við fyrirmæli í lögum nr. 24/2016. Gengið var út frá því í lagasetningunni og í samningi ráðuneytisins við Lindarhvol að ráðherra kæmi ekki að daglegum rekstri og ákvörðunum félagsins.
    Efni bréfsins frá Lindarhvoli var þar af leiðandi ekki borið undir ráðherra. Í bréfinu eru hins vegar reifuð sjónarmið félagsins í málinu og ráðherra telur sanngjarnt og eðlilegt að þau hafi fengið að koma fram.