Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 284  —  281. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um notkun ópíóíða.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvert er verklag varðandi ávísun og afhendingu ópíóíðalyfja til notkunar utan heilbrigðisstofnana?
     2.      Hver er verklag varðandi notkun ópíóíðalyfja til meðferðar á heilbrigðisstofnunum?
     3.      Leitast heilbrigðisstarfsfólk sjúkrastofnana við að nota önnur sambærileg verkjastillandi lyf við meðferðir?
     4.      Eru sjúklingar skimaðir fyrir fíknisjúkdómi við ávísun ópíóíða?
     5.      Hefur heilbrigðisstarfsfólk aðgang að samræmdri skráningu á lyfseðlum fyrir ópíóíða við meðferð sjúklinga?
     6.      Hvernig hefur heildarsala ópíóíðalyfja þróast frá árinu 2000? Óskað er eftir sundurliðun eftir tegund ópíóíðalyfja, skammtastærð og hvort lyfin hafa verið seld til heilbrigðisstofnana eða í gegnum apótek.


Skriflegt svar óskast.