Ferill 394. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 406  —  394. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eftirlit með netöryggi.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu mikið fjármagn hefur verið eyrnamerkt eftirliti með netöryggi hjá veitendum mikilvægrar þjónustu árin 2019–2023? Svar óskast sundurliðað eftir þeim eftirlitsstofnunum sem samkvæmt lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, nr. 78/2019, ber að hafa eftirlit með veitendum slíkrar þjónustu og eftir árum.
     2.      Hversu margir starfsmenn sinntu eftirliti með netöryggi hjá veitendum mikilvægra þjónustu árin 2019–2023? Svar óskast sundurliðað á sama hátt og í 1. tölul.
     3.      Hversu mörg alvarleg netöryggistilvik hafa komið upp frá árinu 2019 hjá veitendum mikilvægrar þjónustu? Svar óskast sundurliðað á sama hátt og áður.
     4.      Hvaða áætlanir eru um að auka getu eftirlitsstofnana til að sinna eftirliti með netöryggi hjá veitendum mikilvægrar þjónustu?


Skriflegt svar óskast.