Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 626  —  352. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað.


     1.      Hver var, frá og með árinu 2018, árlegur ferðakostnaður ráðuneytis, flokkað eftir því hvort ferðakostnaður var vegna ferða innan lands eða erlendis?


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     Athugasemdir:
     *      Fjöldi ferða og kostnaður vegna árs 2023 er fyrir tímabilið janúar til og með september.
     *      Kostnaðartölur eru á verðlagi hvers árs.
     *      Á liðnum Varnarmál er undanskilinn kostnaður vegna útsendra fulltrúa, í þeim tilfellum sem um er að ræða ferðir til og frá starfsstöð.
     *      Á liðnum Sendiráð Íslands er kostnaður vegna búferlaflutninga, heimsóknarferða og harðindaferða undanskilinn.
     *      Á liðnum Þróunarmál eru undanskilin útgjöld vegna héraðsferða í Afríku, kostnaður vegna friðargæsluliða og alþjóðabjörgunarsveitarinnar.

     2.      Hver er sundurliðun meðalferðakostnaðar, frá og með árinu 2018, samkvæmt reglum um ferðakostnað?
    Ferðakostnaður innan lands er greiddur samkvæmt reikningum og ekki eru gerðir sérstakir ferðareikningar. Af því leiðir að ekki er til yfirlit yfir fjölda ferða innan lands. Í eftirfarandi töflum er gerð grein fyrir meðalkostnaði í ferðum erlendis sem reiknaður er með því að deila fjölda ferða í kostnaðarlínur.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Athugasemdir:
     *      Fjöldi ferða og kostnaður vegna árs 2023 er fyrir tímabilið janúar til og með september.
     *      Kostnaðartölur eru á verðlagi hvers árs.
     *      Á liðnum Varnarmál er undanskilinn kostnaður vegna útsendra fulltrúa, í þeim tilfellum þar sem um er að ræða ferðir til og frá starfsstöð.
     *      Á liðnum Sendiráð Íslands er kostnaður vegna búferlaflutninga, heimsóknarferða og harðindaferða undanskilinn.
     *      Á liðnum Þróunarmál eru undanskilin útgjöld vegna héraðsferða í Afríku, kostnaður vegna friðargæsluliða og alþjóðabjörgunarsveitarinnar.

     3.      Hver var meðalfjöldi ferða annars vegar og gistinátta hins vegar í ferðum ráðuneytis frá og með árinu 2018?
    Ferðakostnaður innan lands er greiddur samkvæmt reikningum og ekki eru gerðir sérstakir ferðareikningar. Af því leiðir að ekki er til yfirlit yfir fjölda ferða innan lands. Í eftirfarandi töflum er gerð grein fyrir fjölda ferða erlendis og meðalfjölda gistinátta.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     4.      Hver var meðalfjöldi fólks sem ferðaðist á vegum ráðuneytis frá og með árinu 2018?
    Oracle, bókhaldskerfi ríkisins og ferðakerfið sem er því tengt, býður ekki upp á að tengja saman einstaklinga sem ferðast og því eru ekki tiltækar upplýsingar um meðalfjölda fólks sem ferðaðist á vegum ráðuneytis frá og með árinu 2018.

    Alls fóru 50 vinnustundir í að taka svarið saman.