Ferill 723. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1085  —  723. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um hótanir og ofbeldi gagnvart starfsmönnum lögreglu, ákæruvalds og dómsvalds.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart starfsmönnum lögreglunnar hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir lögregluumdæmum.
     2.      Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart starfsmönnum ákæruvaldsins hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir embættum.
     3.      Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart handhöfum dómsvaldsins og starfsmönnum dómstóla hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir dómstólum.


Skriflegt svar óskast.