Ferill 889. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1328  —  889. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um kornframleiðslu.

Frá Kristni Rúnari Tryggvasyni.


     1.      Hvenær hyggst ráðherra auglýsa styrki til fjárfestingar í kornframleiðslu?
     2.      Hyggst ráðherra halda hugmyndum um óhagnaðardrifið eignarhald á kornframleiðslu til streitu? Ef svo er, hvernig hyggst ráðherra útfæra fyrirkomulag styrkveitingar?
     3.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að styrkja og endurnýja kornframleiðslu?


Skriflegt svar óskast.