Ferill 972. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1435  —  972. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um bifhjól.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Er skylt að vátryggja bifhjól, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, í 12 mánuði á hverju ári eða í tiltekinn lágmarkstíma samkvæmt lögum um ökutækjatryggingar, nr. 30/2019, og ef svo er, hversu langan?
     2.      Er skylt að innheimta slysatryggingu ökumanns og eiganda fyrir hvert bifhjól samkvæmt sömu lögum?
     3.      Eru ákvæði í lögum eða reglugerðum sem takmarka möguleika eigenda bifhjóla á að skila inn skráningarnúmerum tímabundið og þar með fella niður skyldu um ábyrgðartryggingu ökutækis og eftir atvikum slysatryggingu?


Skriflegt svar óskast.