Ferill 974. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1437  —  974. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárfestingarátak í fjáraukalögum fyrir árið 2020.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hver voru framlög íslenska ríkisins vegna liðar 7.28 í 4. gr. fjáraukalaga fyrir árið 2020, nr. 26/2020, til tímabundins fjárfestingarátaks til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu með arðbærum fjárfestingum sem auka eftirspurn eftir vinnuafli? Til hvaða verkefna fóru framlögin og hverju skiluðu þau?
     2.      Hversu mikið var hlutafé opinberra félaga aukið vegna liðar 7.29 í 4. gr. fyrrnefndra fjáraukalaga? Hversu mikil var aukningin í hverju félagi og hvaða fjárfestingar var ráðist í vegna framlaganna?
     3.      Hvert var framlag íslenska ríkisins vegna liðar 7.30 í 4. gr. fyrrnefndra fjáraukalaga og hvaða afurð skilaði Íslandsstofa?
     4.      Hvert var framlag íslenska ríkisins vegna liðar 7.32 í 4. gr. fyrrnefndra fjáraukalaga?


Skriflegt svar óskast.