Ferill 1079. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1577  —  1079. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgerðir til að verja virðingu Alþingis, Austurvallar og mikilvægra minnisvarða þjóðarinnar.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til þess að lögregluyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu létu ógert að fylgja fram lögreglusamþykkt Reykjavíkur að því er varðar tjaldbúðir sem erlendir aðilar reistu á Austurvelli skömmu fyrir áramót?
     2.      Telur ráðherra að það rúmist innan marka laga að fáni erlends ríkis blakti við Alþingishúsið við Austurvöll dögum saman?
     3.      Hvaða viðurlög liggja við því að sýna mikilvægum minnisvörðum um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á 19. öld óvirðingu með því að breyta ásýnd þeirra?
     4.      Hvaða aðgerðir hefur ráðherra í hyggju til að verja virðingu Alþingis, Austurvallar og mikilvægra minnisvarða þjóðarinnar og afstýra áþekkum atburðum í framtíðinni?


Skriflegt svar óskast.