Ferill 1080. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1578  —  1080. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um einkaflug á Reykjavíkurflugvelli.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hver er fjöldi lendinga einkaþotna og þyrlna í einkaeigu á Reykjavíkurflugvelli?
     2.      Hver er meðaltalsfjöldi farþega í hverri þotu og þyrlu?
     3.      Hvaða þjónustugjöld eru innheimt af vélunum?
     4.      Hver er kostnaðurinn vegna lendinga vélanna?
     5.      Hvaða fyrirtæki þjónusta vélarnar og farþega þeirra?
     6.      Er gerð krafa um að vélarnar þurfi að uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði, þ.m.t. um kolefnisspor?
     7.      Á hvaða tíma sólarhrings lenda vélarnar á Reykjavíkurflugvelli? Svar óskast sundurliðað.
    
    Svar óskast sundurliðað fyrir árin 2020 til og með 2024 og eftir því hvort um þyrlur í einkaeigu eða einkaþotur er að ræða.


Skriflegt svar óskast.