Ferill 1083. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1581  —  1083. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um varnir íslensks samfélags gegn hryðjuverkum.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hefur ráðherra verið upplýstur um tilefni hættumats ríkislögreglustjóra vegna mögulegra hryðjuverkaárása hér á landi þar sem ógnin er metin á þriðja stigi af fimm?
     2.      Til hvaða aðgerða telur ráðherra nauðsynlegt að grípa, t.d. sem snúa að landamæravörslu, í tilefni af hættumati ríkislögreglustjóra?
     3.      Hvaða úrræði eru fyrir hendi til að flytja af landi brott aðila sem ríkislögreglustjóri telur að hafi vilja eða getu til hryðjuverkastarfsemi, eins og fram hefur komið af hans hálfu og í hættumatsskýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra?
     4.      Hvaða áform hefur ráðherra um aukna rannsókn á bakgrunni umsækjenda um alþjóðlega vernd út frá hugsanlegum tengslum við hryðjuverkasamtök?
     5.      Hvernig hyggst ráðherra auka varnarviðbúnað í þágu íslensks samfélags í ljósi umrædds mats ríkislögreglustjóra á hryðjuverkaógn?


Skriflegt svar óskast.