154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:34]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vona að við séum í réttu þingskjali, þ.e. 677, 11. tölulið. Hér leggur 3. minni hluti til 50 millj. kr. aukningu í málaflokk númer 29.40, til Krýsuvíkursamtakanna. Samtökin hafa þegar tryggt sér fjármagn til stækkunar á meðferðarheimilinu í Krýsuvík en stækkuninni fylgir aukið fjármagn til rekstursins. Það er ekki nægjanlegt að setja aukið fjármagn í stækkun, fé þarf líka að fylgja til rekstursins. Því er mjög mikilvægt að fá samþykki fyrir þessum 50 milljónum svo að samtökin geti nýtt það húsnæði sem er þegar búið að stækka. Ég skora á þingheim greiða þessu atkvæði.