154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028.

809. mál
[15:08]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er stríð í Evrópu. Stríðið í Úkraínu, innrás Rússa í Úkraínu, er mesta öryggisógn við Evrópu og hinn frjálsa heim og Vestur-Evrópu frá stríðslokum. Þetta er stærsta stríð frá stríðslokum. Það er mikilvægt að við styðjum við öryggi Úkraínu og með því standa íslensk stjórnvöld vörð um beina öryggishagsmuni Íslands líkt og kemur fram í þessari ályktun. Við styðjum alþjóðakerfið og alþjóðalög með því að styðja þessa ályktun og markmið stefnunnar er líka mál sem við eigum öll að standa saman um að styðja; sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð, uppbyggingarstarf í Úkraínu. Ég styð sérstaklega stuðning við varnarbaráttu Úkraínu til að tryggja öryggi borgara og mikilvægra innviða, líkt og segir í 3. tölulið.