1. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. október 2022 kl. 11:19


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 11:19
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:19
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 11:19
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 11:19
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:19

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Axel Viðar Egilsson

Lárus Valgarðsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Upplýsingagjöf formanns Kl. 11:19
Formaður sagði frá því sem fram hefur farið á vettvangi Vestnorræna ráðsins í haust.

2) Hringborð norðurslóða Arctic Circle Kl. 11:26
Íslandsdeild ræddi þátttöku á þingi Hringborðs norðurslóða sem haldið verður 13.-16. október.

3) Þáttaka forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins í fundum Norðurlandaráðs Kl. 11:39
Lárus Valgarðsson sagði frá þátttöku forsætisnefndar á Norðurlandaráðsþingi sem verður haldið 31. október-3. nóvember. Meðlimir forsætisnefndar eru áheyrnarfulltrúar á þinginu og munu kynna starfsemi Vestnorræna ráðsins og hvaða ályktanir ráðið hefur samþykkt.

4) Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins í Þórshöfn 2023 Kl. 11:42
Íslandsdeild ræddi þátttöku í þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum í janúar 2023.

5) Önnur mál Kl. 11:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:56