7. fundur
framtíðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 12:00


Mætt:

Logi Einarsson (LE) formaður, kl. 12:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 12:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 12:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 12:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 12:00

Ágúst Bjarni Garðarsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi. Hildur Sverrisdóttir, Sigmar Guðmundsson og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Starfsáætlun framtíðarnefndar á 153. þingi Kl. 12:00
Nefndin ræddi starfsáætlun og starfið framundan.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Nefndin óskar eftir því að þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu ákveði formlega hverjir verði formenn og varaformenn Framtíðarnefndar út kjörtímabilið og tilkynni nefndinni fyrir næstu þinglok.

Allir viðstaddir nefndarmenn tóku undir bókunina.

Fundi slitið kl. 13:00