11. fundur
þingskapanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. júní 2014 kl. 10:00


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG) formaður, kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00

Elín Hirst boðaði fjarvist

Höskuldur Þórhallsson boðaði fjarvist

Jón Þór Ólafsson boðaði fjarvist

Nefndarritari: Ingvar Þór Sigurðsson

Bókað:

1) Endurskoðun þingskapa. Kl. 10:00
Lagt var fram uppfært yfirlit yfir tillögur um ýmsar lagfæringar á þingsköpum Alþingis. Rætt var almennt um störf nefndarinnar á liðnum vetri. Þá var rætt sérstaklega um nokkrar tillögur að breytingum sem gera þarf á þingsköpunum og nefndin hefur verið að skoða. Loks var rætt um starfið framundan á komandi hausti.

2) Önnur mál. Kl. 11:59
Fundargerðir 8., 9., og 10. fundar frá því 26. febrúar, 3. og 6. mars voru lagðar fram og samþykktar án athugasemda.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00