47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00

Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll, sendi varamann í sinn stað.
Guðmundur Andri Thorsson boðaði forföll, sendi varamann í sinn stað.

Nefndarritari: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Dagskrárlið frestað.

2) 470. mál - dómstólar o.fl. Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá Dómsmálaráðuneytinu. Þau kynntu frumvarp til laga um Endurupptökudóm og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þau gerðu grein fyrir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom Helga Sigríður Þórhallsdóttir frá Persónuvernd. Hún gerði grein fyrir umsögn Persónuverndar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Geir Gestsson frá Lögmannafélagi Íslands. Hann gerði grein fyrir umsögn félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 331. mál - samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 16:05
Dagskrárlið frestað.

4) 287. mál - myndlistarnám fyrir börn og unglinga Kl. 16:10
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

5) 277. mál - verndun og varðveisla skipa og báta Kl. 16:10
Tillaga um að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

6) 185. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 16:10
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

7) 109. mál - fordæming meðferðar bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum Kl. 16:10
Ákveðið var að senda málið sent til Utanríkismálanefndar.

8) 180. mál - starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja Kl. 16:10
Tillaga um að Bjarkey Olsen verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 16:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15