78. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:26
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var fjarverandi.
Ásta Guðrún Helgadóttir vék af fundi kl. 11:05, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:30 og Haraldur Einarsson vék af fundi kl. 10:50

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 71-77., voru samþykktar án athugasemda.

2) 794. mál - námslán og námsstyrkir Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Jónas Fr. Jónsson stjórnarformaður Lín, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir frá Lín og Agnes Guðjónsdóttir og Þórarinn V. Sólmundarsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun ESB nr. 2015/2302 um pakkaferðir og létta ferðapakka Kl. 10:45
Nefndin afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.

4) Reglugerð 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi Kl. 11:00
Nefndin afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.

5) 764. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019 Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30