1. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. desember 2017 kl. 15:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Áheyrnaraðild fulltrúa Flokks fólksins að fundinum Kl. 15:00
Áheyrnaraðild fulltrúa Flokks fólksins, Ingu Sæland, að fundinum samþykkt.

2) 7. mál - útlendingar Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar komu Berglind Bára Sigurjónsdóttir, Ívar Már Ottason og Lilja Borg Viðarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 8. mál - dómstólar o.fl. Kl. 15:26
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Benedikt Bogason, formaður dómstólasýslunnar og hæstaréttardómari.

4) Heiðurslaun listamanna Kl. 16:02
Nefndin fjallaði um veitingu heiðurslauna skv. lögum nr. 66/2012. Tekin var ákvörðun um að leita umsagnar hjá nefnd skv. 2. mgr. 3. gr. laganna um þá listamenn sem til greina kemur að njóti heiðurslauna Alþingis.

5) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 16:22
Samþykkt að Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

6) Önnur mál Kl. 17:03
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði eftir að dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kæmu á fund nefndarinnar til að fjalla um fjármögnun verkefna ráðuneytanna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði jafnframt eftir að haldinn yrði opinn fundur með dómsmálaráðherra til að fjalla um reglur um varðveislu sönnunargagna í sakamálum og framkvæmd þeirra. Það var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:14