31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:05

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 11:05. Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Óskar Þór Ármannsson, Sonju Dögg Pálsdóttur, Guðna Olgeirsson, Björgu Pétursdóttir, Ívu Sigrúnu Björnsdóttur, Ragnheiði Bóasdóttur, Huldu Önnu Arnljótsdóttur og Steinunni Halldórsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 266. mál - Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi Kl. 09:30
Nefndin fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Tönju Ýr Jóhannsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 267. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:50
Nefndin fékk á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðing. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 11. mál - barnalög Kl. 10:20
Nefndin fékk á sinn fund Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, Gunnhildi Gunnarsdóttur og Önnu Tryggvadóttur frá félagsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

6) 136. mál - höfundalög Kl. 10:45
Nefndin fékk á sinn fund Marínu Guðrúnu Hrafnsdóttur frá Hljóðabókasafni Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Stefán Hjörleifsson frá Storytel á Íslandi sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 161. mál - mannanöfn Kl. 11:10
Nefndin fékk á sinn fund Heiðu Björgu Pálmadóttur og Ingva Snæ Einarsson frá Barnaverndarstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess fékk nefndin á sinn fund Guðríði Bolladóttur frá umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 11:45
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50