79. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Haraldur Einarson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Geir Jón Þórisson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 78. fundar var samþykkt.

2) 660. mál - meðferð sakamála og meðferð einkamála Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu, Grímur Sigurðarsson frá Lögmannafélagi Íslands og Björn L. Bergsson frá endurupptökunefnd. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 657. mál - meðferð einkamála Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 764. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019 Kl. 09:50
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00