18. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. mars 2022 kl. 09:05


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson (DGL), kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur (ÞSv), kl. 09:05
Helga Þórðardóttir (HelgÞ), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 386. mál - fiskveiðistjórn Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, Heiðmar Guðmundsson og Hrefnu Karlsdóttur frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Áslaugu Eiri Hólmgeirsdóttur, Agnar Braga Bragason og Guðmund Jóhannesson frá matvælaráðuneyti.

3) 349. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:00
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Stefán Vagn Stefánsson, Hildur Sverrisdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Gísli Rafn Ólafsson boðaði að lagt yrði fram álit minni hluta nefndarinnar.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15