11. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 09:06


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:06
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:06
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:06
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:23
Inga Sæland (IngS), kl. 10:19
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:06
Tómas A. Tómasson (TAT), kl. 09:06
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:06

Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Hildur Sverrisdóttir boðuðu forföll. Hanna Katrín Friðriksson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Tómas A. Tómasson sat fundinn til kl. 10:19 þegar Inga Sæland mætti. Vék Tómas A. Tómasson þá af fundi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Dagskrárlið var frestað.

2) Fiskveiðistjórn Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Benedikt Árnason og Rebekka Hilmarsdóttir frá matvælaráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Orkuskipti í sjávarútvegi Kl. 10:19
Á fund nefndarinnar mættu Alfreð Tulinius, Kári Logason og Bárður Hafsteinsson frá Nautic ehf. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 53. mál - velferð dýra Kl. 10:51
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Inga Sæland yrði framsögumaður þess.

5) 89. mál - breytingar á raforkulögum til að tryggja raforkuöryggi almennings o.fl. Kl. 10:52
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Gísli Rafn Ólafsson yrði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 10:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:53