24. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 377. mál - ferðagjöf Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elías Bj. Gíslason frá Ferðamálastofu og Gunnar Val Sveinsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 336. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Guðmundsson og Jón Ragnar Guðmundsson frá Orkustofnun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 376. mál - búvörulög Kl. 09:45
Kl. 9: 45. Nefndin fékk á sinn fund Ásu Þórhildi Þórðardóttur, Arnar Frey Einarsson og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:03. Nefndin fékk á sinn fund Margréti Gísladóttur og Jón Magnús Jónsson frá Bændasamtökum Íslands, Bjarna Ragnar Brynjólfsson og Ernu Bjarnadóttur frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Steinþór Skúlason frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:23
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25