43. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 13:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 39., 40. og 41. fundar voru samþykktar.

2) 618. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 13:00
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: JónG, LRM, HarB, ÁsF, KLM, WÞÞ, ÞorS, HBH.

3) Lög um stjórn fiskveiða Kl. 13:15
Ákveðið var að nefndin flytti frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.

4) Meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006. Kl. 13:20
Áfram var fjallað um málið.

5) Önnur mál Kl. 13:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:25