34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:25

Guðbrandur Einarsson var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 417. mál - greiðslureikningar Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Framkvæmd sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Vilhelmsson og Sigurð H. Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslu ríkisins.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir fór fram á að haldinn yrði opinn fundur um málið og að til fundarins yrðu boðaðir fulltrúar Bankasýslu ríkisins og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Auk þess óskaði hún eftir því að eftirfarandi yrði fært til bókar: „Margar spurningar hafa vaknað um söluna sem snerta almannahagsmuni og umræða um þær á ekki að fara fram fyrir luktum dyrum.“
Jóhann Páll Jóhannsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir studdu beiðnina um opinn fund.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2099 frá 23. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar verklagsreglur og yfirvöld sem koma að starfsleyfi fyrir miðlæga mótaðila og kröfurnar fyrir viðurkenningu miðlægra mótað Kl. 10:15
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/338 frá 16. febrúar um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB að því er varðar upplýsingakröfur, afurðastýringu og stöðuhámark og tilskipanir 2013/36/ESB og (ESB) 2019/878 að því er varðar beitingu þeirra á verðbr Kl. 10:15
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15