41. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, laugardaginn 21. desember 2013 kl. 13:50


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:50
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:50
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:50
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:50
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:50
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:50
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:50
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir LínS, kl. 13:50
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:50
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:50

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 13:58
Nefndin samþykkti fundargerðir 34.-38. funda.

2) Áform um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 Kl. 13:50
Á fund nefndarinnar kom Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagráðuneytinu. Maríanna kynnti nefndinni hugmyndir um breytingu á lögum um tekjuskatt og svaraði spurningum nefndarmanna.
PHB lagði fram bókun þess efnis að hann gerði athugasemdir við hraða málsins og að nefndin hefði í hyggju að leggja fram frumvarp sem samið hefði verið utan Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 13:58
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 14:16