35. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 13:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 13:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 13:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 13:00
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:15
Kristrún Frostadóttir (KFrost) fyrir (JPJ), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðbrandur Einarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 415. mál - upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Yngva Örn Kristinsson, Kristínu Luðvíksdóttur og Írísi Björk Hreinsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Tómas Njál Möller og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Finn Beck frá Samorku, Jóhönnu Hlín Auðunsdóttur og Þórólf Nielsen frá Landsvirkjun og Guðrúnu Höllu Daníelsdóttur, Ingu Dröfn Benediktsdóttur og Þröst Bergmann frá Seðlabanka Íslands.

3) 433. mál - sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki Kl. 14:40
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Guðrún Haf­steins­dótt­ir, Ágúst Bjarni Garðars­son, Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, Guðbrand­ur Ein­ars­son, Hafdís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, Kristrún Frosta­dótt­ir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir.

Guðbrandur Einarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) Önnur mál Kl. 14:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:45