54. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 18. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Guðbrandur Einarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

2) 726. mál - rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örnu Björg Rúnarsdóttur og Jón Ásgeirsson frá HS Orku.

Þá komu á fund nefndarinnar Flóki Halldórsson og Linda Kolbrún Björgvinsdóttir frá Seðlabanka Íslands.

Jafnframt mættu Þorgerður María Bjarnadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir frá Landvernd.

Loks komu á fund nefndarinnar Hilmar Vilberg Gylfason og Katrín Pétursdóttir frá Bændasamtökum Íslands.

3) 917. mál - virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins.

4) 918. mál - tekjuskattur Kl. 10:06
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fimm daga umsagnarfresti og ákvað að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

5) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Kl. 10:09
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 09:11
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10