55. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 23. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Diljá Mist Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 09:40, fram að því tók hún þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mætti á fundinn kl. 10:00, fram að því tók hún þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

2) 918. mál - tekjuskattur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur og Pétur Magnús Birgisson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 705. mál - slit ógjaldfærra opinberra aðila Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Hrefnu Ingimundardóttur og Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Þóri Gunnarsson og Halldór Oddsson frá ASÍ og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur frá BSRB.

Tillaga um að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, skv. 1. mgr. 51. gr., var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ákvað að hefja athugun á meðferð persónuafsláttar við útreikning tekjuskatts eftirlaunaþega og lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis.
Nefndin ákvað að hefja athugun á aðflutningsgjöldum vegna innflutnings ökutækja í eigu flóttafólks frá Úkraínu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00