56. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 26. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 10:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 10:15.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Diljá Mist tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað frá kl. 10:50 þar til hún vék af fundi kl. 11:30.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir var fjarverandi.

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) 918. mál - tekjuskattur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Alexander Ólafsson og Kjartan Þór Ingason frá ÖBÍ réttindasamtökum.

Þá komu á fund nefndarinnar Heiðrún Björk Gísladóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Jóna Björk Guðnadóttir, Magnús Fannar Sigurhansson og Árni Óskarsson frá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu.

Loks mættu frá Landssamtökum lífeyrissjóða Gunnar Þór Ásgeirsson ásamt Þórey S. Þórðardóttur sem tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:15-10:30.

3) 705. mál - slit ógjaldfærra opinberra aðila Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Óttar Guðjónsson og Jónas Fr. Jónsson frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Þá komu á fund nefndarinnar Hjördís Halldórsdóttir og Óttar Pálsson frá Logos ásamt Þórey S. Þórðardóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða sem tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Loks mættu frá Seðlabanka Íslands Ragnar Árni Sigurðarson og Steinunn Guðmundsdóttir.

4) 927. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. Kl. 12:10
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10