45. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 6. mars 2024 kl. 09:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:39
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir (KSJS) fyrir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur (ÞorbG), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir (KFrost), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2024 Kl. 09:00
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu.
Kl. 10:44. Pétur Fenger og Brynhildur Þorgeirsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu.
Gestirnir kynntu áhættuþætti í rekstri ráðuneytanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:18
Ráðuneytin munu senda nefndinni ítarlegri svör við tilteknum spurningum með minnisblöðum. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:20
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:21