14. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. október 2015 kl. 13:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 13:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 14:09
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir Ástu Guðrúnu Helgadóttur (ÁstaH), kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 13:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Preben Jón Pétursson (PrP) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 13:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:00

Fjóla Hrund Björnsdóttir vék af fundi kl. 15:00 og Birgitta Jónsdóttir kl. 15:50. Haraldur Benediktsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjármögnun Vaðlaheiðarganga Kl. 13:06
Á fund nefndarinnar komu frá Ríkisendurskoðun Sveinn Arason, Kristín Kalmannsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir. Rætt var um skýrslu Ríkisendurskoðunar Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs sem kom út nú í október, einkum þann hluta hennar er lýtur að Vaðlaheiðargöngum hf.

2) Ríksútvarpið, fjárhagsmálefni Kl. 14:35
Til fundar við nefndina komu Eyþór Arnalds, Guðrún Ögmundsdóttir og Svanbjörn Thoroddsen. Mennta-og menningarmálaráðherra skipaði 7. maí 2015 nefnd til þess að greina þróun á starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins 1. apríl 2007 og afla þar með skýringa á núverandi rekstrarstöðu fyrirtækisins. Gestirnir áttu sæti í nefndinni og lögðu fram og kynntu skýrslu hennar um starfsemi og rekstur RÚV frá árinu 2007.

3) Önnur mál Kl. 15:50
Ákveðið var að fella niður fund nefndarinnar sem halda átti 30. október vegna útfarar Guðbjarts Hannessonar alþingismanns.

4) Fundargerð Kl. 15:56
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:00