8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:01
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:45
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:37
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:53
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Helgi Hrafn Gunnarsson kom inn á fundinn kl. 9:45 í stað Björns Leví.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:02
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um úthlutanir forsætisráðuneytis af safnliðum fjárlagaárin 2012-2014 Kl. 08:30
Á fundinn komu Ragnhildur Arnljótsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Óðinn Helgi Jónsson og Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín fór yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar í skýrslunni og Ragnhildur fór yfir athugasemdir og skýringar forsætisráðuneytis ásamt öðrum gestum frá ráðuneytinu. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að vekja athygli fjárlaganefndar á málinu.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla Kl. 09:34
Á fundinn komu Björn Þór Hermannsson og Álfrún Tryggvadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytið og Kristín Kalmansdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Björn Þór gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins varðandi ábendingar Ríkisendurskoðunar og sjónarmiðum varðandi framsetningu fjárheimilda. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að óska eftir nánari skýringum á skilyrðum fyrir styrkveitingum erlendis frá t.d. Norðurlandaráði í tengslum við Norrænu eldfjallastöðina.

4) Önnur mál Kl. 09:48
Helgi Hrafn Gunnarsson gerði nefndarmönnum nánari grein trúnaðarupplýsingum sbr. 3. mgr. 50. gr. laga um þingsköp Alþingis. Samþykkt að fá frekari upplýsingar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:03